Almenn kvíðaröskun
Stundum getur verið erfitt að gera sér grein fyrir almennri kvíðaröskun. Þetta er meðal annars vegna þess að þeir sem þjást af henni hafa áhyggjur af sömu hlutunum og þeir sem ekki þjást. Áhyggjurnar snúast oft um hversdagslega hluti eins og vinnuna, heilsuna, fjölskylduna, heimsmálin osfrv. Flestir hugsa um þessa hluti öðru hverju en þegar fólk þjáist af almennri kvíðaröskun þá eru áhyggjunar í svo miklu magni að ýmsar hliðarverkanir koma í ljós til dæmis svefnleysi, pirringur og/eða reiðisköst, vöðvabólgur, erfiðleikar með einbeitingu osfrv.
Skjólstæðingar
Margir sem þjást af almennri kvíðaröskun hafa ekki sótt sér meðferð hjá sálfræðing áður. Oftar en ekki, er þetta fólk sem hefur náð sérstaklega langt í lífinu, en á erfitt með að njóta árangurs síns til fulls. Til dæmis þegar forstjórar, læknar, lögfræðingar þjást af almennri kvíðaröskun einkennist líf þeirra af mikilli streitu og fullkomnuaráráttu.