Menntun
Árið 2007 vann Fjóla fullann skólastyrk til að stunda doktorsnám við The University of Sydney, sem hún kláraði árið 2011 og hlaut verðlaun á landsvísu í Ástralíu fyrir nýjung sína á sviði hugrænnar atferlismeðferðar. Í doktorsverkefni sínu hannaði hún og forritaði tölvusálfræðing og stjórnaði rannsóknum til að sjá hvort að tölvusálfæðingurinn gæti hjálpað fólki að takast á við kvíða. Þessi virtu verðlaun kallast The Tracey Goodall Early Career Award. Sama ár og hún útskrifaðist var henni boðin staða við Oxford háskóla í Englandi sem Senior Research Clinician, sem hún kláraði árið 2013. Við Oxford háskóla vann hún í átröskunum og þunglyndismeðferð. Markmið verkefnisins sem hún vann að var að þjálfa meðferðaraðila um allann heim í að nota gangreyndar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar.
Á Oxford árunum stofnaði Fjóla fyrirtæki sitt AI-Therapy, sem gefur út meðal annars tölvuprógram við félagsfælni, sem nú hefur verið sýnt fram á með vísindalegan hátt að virki. Sú rannsókn var framkvæmd við Univeristy of British Columbia í Vancouver. Rannsókin var birt í 21sta mars árið 2018 í fræðiriti sem kallast Journal of Medical Internet Research (Impact Factor 5.1).
AI-Therapy is now officially an empirically based program! Check out our RCT publication in @jmirpub https://t.co/5udAfDyQje Some exciting results include TRIPLE the effect size compared to other standalone programs and comparable to therapist assisted programs!
— Dr Fjóla Helgadóttir (@drfjola) March 21, 2018
Fjóla útskifaðist frá Verzlunarskóla Íslands árið 2000 og lauk BA prófi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2004. Einnig lauk hún einni önn í tölvurekstrarfræði í HÍ. Eftir útskrift fór hún til Vestur Ástralíu og lauk þar Postgraduate Diploma in Psychology árið 2006 sem var námskrafan til að hljóta sálfræðiréttindi. Eftir það hóf hún sérfræðinám í klínískri sálfræði sem hún lauk árið 2008. Í þeim löndum sem gefa út sérfræðiviðurkenningu fyrir klíníska sálfræði hlaut hún hana og var hún því meðlimur í Australian College of Clinical Psychologists. Í Bretlandi, var hún Chartered Clinical Psychologist. Í Kanada er hún registered psychologist með sérfræðiþekkingu í klínískri sálfræði.
Í skóla lífisns hefur Fjóla ávallt sett sér markmið. Hún hefur hlaupið 6 heilmaraþon í 3 heimsálfum og heimsótt 84 lönd. Jafnframt hefur hún klifið Kilimanjaro og hlaupið maraþon á undir 4 tímum. Það er ýmislegt sem vekur áhuga hennar svo sem að læra ítölsku og kóresku. Hér má lesa hvernig markmiðsetning og excel hafa mótað líf Fjólu. Fjóla átti við frjósemisvanda á árunum þegar hún vann í Oxford, og skrifaði tölvuprógram sem má nálgast hér, þar sem markmiðið var að nota hugræna atferlismeðferð til að kljást við sálfræðilegu hliðinna á frjósemisvanda. Fjóla á í dag tvo unga drengi með eignimanni sínum Neil Yager.
Starfsreynsla
Fjóla hefur aldrei stundað nám án þess að vinna með. Þegar hún var í grunnáminu í háskóla Íslands vann hún bæði á geðdeild landspítalans og í rannsókn þar sem markmiðið var að nota HAM sem forvörn gegn þunglyndi unglinga. Í Vestur Ástralíu, vann hún hjá félagsmálastofnun þar á ýmsum stöðum, ss fangelsum og í forræðismálum. Í náminu sjálfu vann hún bæði í skólum að setja fyrir athyglisbrests próf fyrir börn og unglinga og í greiningarmiðstöð Murdoch Háskóla. Í sérfræðinámi sínu vann hún á tveimur stórum spítulum í Sydney, They Royal North Shore Hospital og Prince of Wales Hospital sem sálfræðingur. Einnig vann hún á einni af virtustu kvíðaröskunarmiðstöðinni þar sem hún sérhæfði sig í áráttu og þráhyggju, félagskvíða, frammistöðukvíða, þunglyndi og ýmsu öðru. Meðfram því að stunda rannsóknir í Oxford í Englandi var hún með skjólstæðinga í átröskunarmeðferð og lærði nýstárlega aðferð í meðferð innan ramma hugrænnar atferlismeðferðar á þunglyndi, svokallaða Behavioral Activation, sem er hennar meginaðferð við þunglyndi í dag. Í Kanada vann hún með helstu sérfræðingum í almennri kvíðaröskun, áráttu og þráhyggju og heilsukvíða. Fjóla hefur rekið sín eigið sálfræðifyrirtæki í Ástralíu, Bretlandi og í Kanada.
Fjóla hefur unnið sem stundakennari, prófdómari í Oxford, handleiðari fyrir nemendur í klínískri sálfræði, kennt í sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð, haldið ótal námskeiða og fyrirlestra. Í gegnum árin hefur hún einnig haldið áfram að stunda einstaklingsmeðferð með rannsóknavinnu sinni og spannar því reynsla hennar stórt svið. Hér má sjá yfirlit yfir birtingar og prófgráður Fjólu.
Rannsóknir og umfjöllun
Umfjöllun í fjölmiðlum á Íslandi
"Gervigreind Íslendings í Science Magazine" Rúv, 2015.
"Hjálpar fólki í frjósemisvanda að finna hamingjuna" Mbl, 2014.
"Nú er hægt að fá sálfræðimeðferð í gegnum tölvur" Vísir, 2013.
"Kvíði og streita vegna ófrjósemi" Mbl, 2013.
"Íslendingar óvenju hjátrúarfullir miðað við menntaðar þjóðir" Vísir, 2012.
"Útrýmir ekki sálfræðingastéttinni" Mbl, 2012.
"Íslendingar hjátrúarfyllri eftir hrun" Mbl, 2012.
"Á Kilimanjaro um jólin" Mbl, 2009.
"Bjó til tölvusálfræðing. Fjóla Dögg Helgadóttir hlaut virt verðlaun í sálfræði." Vísir, 2009.
Fjóla hefur stundað rannsóknir í hugrænni atferlismeðferð í 20 ár og hitt skjólstæðinga í 15 ár. Öll hennar þjálfun sem klínískur sálfræðingur hefur verið lagt áhersla á árangursmiðaða meðferðarþjónustu. Þessa nálgun hefur hún haldið við bæði í að mæla árangur skjólstæðinga og nýta ýmsa tækni til að auka árangurs samtalsmeðferðar. Rannsóknasvið hennar spanna breitt svið, allt frá tölvusálfræði til hjátrúar. Fjóla hefur haldið fyrirlestra á rástefnum um allann heim og birt fjölda fræðigreina.
Drummond, P.D., Back, K., Harrison, J., Dogg Helgadottir, F., Lange, B., Lee, C. (2007). Blushing During Social interactions in people with fear of blushing. Behaviour Research and Therapy, 45 (7), 1601-1608.
Helgadottir, F. D., Menzies, R., Onslow, M., Packman, A. & O'Brian, S. (2009a). Online CBT I: Bridging the gap between Eliza and modern online CBT treatment packages. Behaviour Change, 26 (4), 245-253.
Helgadottir, F. D., Menzies, R., Onslow, M., Packman, A. & O'Brian, S. (2009b). Online CBT II: A Phase I trial of a standalone, online CBT treatment program for social anxiety in stuttering. Behaviour Change, 26 (4), 254-270.
Einstein, D. A., Menzies, R.G., St Clare, T., Drobny, J., & Helgadottir, F. D. (2011). The treatment of magical ideation in two individuals with Obsessive-Compulsive Disorder. The Cognitive Behaviour Therapist, 4, 16-29.
Helgadottir, F. D., Menzies, R. & Einstein, D. (2012).Magical thinking and obsessive compulsive disorder in Australia and Iceland: A cross-cultural comparison. Journal of Obsessive-Compulsive and Related Disorders, 1, 216-219.
Helgadottir, F. D. & Fairburn, C. G. (2014). Web-centred Training in Psychological Treatments: A Study of Therapist Preferences. Behaviour Research and Therapy, 52, 61-63.
Helgadottir, F. D., Menzies, R., Onslow, M., Packman, A. & O'Brian, S. (2014). Safety behaviors in speech treatment for adults who stutter. Journal of Speech, Language, and Hearing Research, 57, 1308-1313.
Helgadottir, F. D., Menzies, R., Onslow, M., Packman, A. & O'Brian, S. (2014). A standalone Internet cognitive behavior therapy treatment for social anxiety in adults who stutter: CBTpsych. Journal of Fluency Disorders, 41, 47-54.
Lowe, R., Helgadottir, F. D. Menzies, R., O'Brian, S. Packman, A. & Onslow, M. (2017). Safety behaviors and stuttering. Journal of Speech, Language, and Hearing Research, 60, 1246-1253.
McCall, H., Richardson, C., Helgadottir, F & Chen, F. (2018). Evaluating a Web-Based Social Anxiety Intervention: A Randomized Controlled Trial Among University Student. Journal of Medical Internet Research, 20 (3):e91 (Impact factor 5.1) DOI: 10.2196/jmir.8630 and PMID: 29563078
Fjóla skrifar sem sérfræðingur í Psychology Today:
-2015. Why Feeling Invisible Could Be a Key to Feeling Better
-2015. What is it Like to Have Schizophrenia?
-2014. Depression: Is There a Smartphone App for That?
-2014. Fighting Addiction with Technology
-2014. Diagnosing Dementia by Getting Lost in Virtual Worlds
-2014. Why Virtual Humans Make Better Listeners
-2014. Ethical Robots and Brain Implants for Mental Illness
-2014. Do Humans Make Bad Therapists?
-2014. Man vs Machine: The Ultimate Therapist Showdown Part 1
-2014. Artificial Intelligence and the Future of Therapy
Umfjöllun erlendis:
Í Ástralíu, Sydney Morning Herald, Fremantle Radio
Í Bandaríkjunum, Science Magazine, Koin6
Í Kanada, Vancouver Sun, Co-Op Radio
Í Bretlandi, Telegraph