Þunglyndi
Fjóla hefur unnið við forvarnir og meðferð á þunglyndi í tvo áratugi. Fyrsta áratuginn notaði hún klassíska hugræna atferlismeðferð. Á Oxford árunum vann vann hún með helsta sérfræðingi á sviði Behavioral Activation. Eftir það í Kanada notaði hún nánast eingöngu Behaviroal Activation í meðferð á þunglyndi með auknum árangri fyrir skjólstæðinga. Einkenni þunglyndis eru margþætt, og til þess að fá greiningu þarf viðkomandi að hafa einkennin í 2 vikur samfleytt og þarf að viðkomandi að hafa 5 af 9 einkennum þunglyndis.
Skjólstæðingar
Það er enginn týpískur skjólstæðingur sem kemur inn fyrir þunglyndi. Þunglyndi virðist leynast hjá öllum stéttum og á öllum stöðum í þjóðfélaginu. Oftar en ekki byrjar þunglyndi í kjölfari breytinga í lífi viðkomandi hvort sem þær eru stórar sem smáar. Taktu prófið hér neðar á síðunni til að mæla einkenni þín síðastliðna viku.