Signý Sigurðardóttir. Tölvupóstfang: signy19@ru.is
Netmeðferðir við ýmsum röskunum hafa rutt sér rúms á síðastliðnum árum. Netmeðferðir sem byggja á lögmálum hugrænnar atferlismeðferðar hafa sannað gildi sitt sem árangursríkur meðferðarkostur. Viðvarandi vandi í netmeðferðum hefur verið skortur á meðferðarheldni, þ.e. margir notendur ljúka ekki meðferð.
Signý Sigurðardóttir meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík ásamt Fjólu Dögg Helgadóttur doktor í klínískri sálfræði munu í vetur kanna áhrif stuðnings- og slökunartíma, í gegnum fjarsamskipta forrit, á meðferðarheldni á netmeðferð við félagskvíða. Meðferðin verður gefin í gegnum netmeðferðarforritið Overcome Social Anxiety (OSA) sem hannað var af dr. Fjólu Dögg ásamt dr. Ross Menzies. OSA byggir á hugrænni atferlismeðferð þar sem notandinn er leiddur í gengum fræðslu, æfingar og atferlistilraunir þar sem tengsl milli hugsunar, hegðunar og líðan er könnuð. Þátttakendum rannsóknarinnar verður skipt í þrennt, þar sem þriðjungur fær einungis aðgang að OSA, annar þriðjungur fær aðgang að OSA auk 3 stuðningstíma í hóp og seinasti þriðjungurinn fær aðgang að OSA auk 3 slökunartíma í hóp. Eins og áður var minnst á fara hóptímarnir fram í gegnum fjarsamskiptaforrit.
Þátttakendur rannsóknarinnar fá gjaldfrjálsan aðgang að forritinu Overcome Social Anxiety í 4 mánuði. Fyrir frekari upplýsingar um rannsóknina https://www.questionpro.com/t/ARBweZikbD