Sagan

...byrjunin

Fjóla hefur mikinn áhuga á nýjungum og vísindum á sama tíma. Þetta hefur drifið allt hennar nám og starf. Eftir að hafa í 13 ár búið í útlöndum og öðlast fjölbreytta reynslu kviknaði hugmyndin um hugrænu atferlisstöðina í Reykjavík. 

Meginmarkið þessa nýja fyrirtækis er að auka árangur geðheilsumeðferðar. Fjóla nýtir bæði tækni og vísindi til að auka árangur og er Ísland tilvalinn staður fyrir slíkt fyrirtæki. Meðferðartæknin er byggð á traustum rannsóknum, en útfærslan fyrir hvern og einn er einstaklingsmiðuð, þar sem sköpunargleðin ríkir. Fjóla hefur samstarfsaðila um allann heim og er hugmyndin að jafnframt því að bjóða einstaklingsmeðferð, mun hugræna atferlisstöðin bjóða upp á námskeið og aðra fræðslu fyrir aðra meðferðaraila og almenning. Að lokum, framfarir eru lykilatriði og því mun Fjóla halda áfram rannsóknarvinnu í samstarfi við fjölmarga háskóla.